Tilkynning frá lögreglunni á Tröllaskaga.

PCR sýnataka vegna Covid-19 hefst á Siglufirði kl. 10 miðvikudaginn 23. febrúar.

Bílar hafa átt í erfiðleikum í Þormóðsgötu vegna hálku, þess vegna biður lögreglan fólk að aka frekar upp hjá leikskólanum, upp á Hlíðarveg, aka norður Hlíðarveginn og niður milli Skálarhlíðar og sjúkrahússins, stoppa við suðurenda sjúkrahússins þar sem sýnið er tekið í bílnum. Ekki á að fara út úr bílnum á meðan.

Lögreglan verður á svæðinu til að leiðbeina vegfarendum ef þess gerist þörf.

Þeir sem heyra þessa tilkynningu á FM Trölla eða lesa hér láti aðra vita sem þurfa að fara í PCR sýnatöku.


Mynd: Steingrímur Kristinsson