Í dag verður þátturinn Gestaherbergið í fríi vegna þess hreinlega að það er upptekið.
Í gestaherberginu á heimili Helgu og Palla hafa þau stúdíóið þar sem þau senda venjulega út þáttinn. En í dag verður herbergið upptekið við að hýsa gesti, svona eins og gestaherbergi eru ætluð til.

Því verður þátturinn Gestaherbergið næst á dagskrá þriðjudaginn 1. mars næstkomandi.

Hér á síðunni trölli.is er hægt að hlusta á eldri þætti Gestaherbergisins og líka aðra þætti sem eru á dagskrá á FM Trölla.