Tjaldsvæðið í miðbæ Siglufjarðar hefur verið opnað og eru fyrstu gestirnir mættir.

Tjaldsvæðið við Stóra Bola mun væntanlega opna kringum mánaðamótin og tjaldsvæðið í Ólafsfirði mun opna um miðjan júní með bættri aðstöðu. Þar er verið að setja upp nýtt aðstöðuhús. Í nýju aðstöðunni verður salernisaðstaða, sturtur og eldunaraðstaða. þar verður einnig þvottavél og þurrkari fyrir gesti tjaldsvæðisins.

Í vetur tók snjóflóð aðstöðuhúsið við Stóra Bola á Siglufirði og til stendur að nýta gamla aðstöðuhúsið í Ólafsfirði þar. Það verður endurbætt og flutt á staðinn, það verður síðan fjarlægt í haust og sett í geymslu yfir vetrartímann.

Mynd/Tjaldsvæði Fjallabyggðar