Í dag, 17. maí, er þjóðhátíðardagur Noregs og því ber að fagna.

Á vefsíðunni https://www.norden.org er hægt að sjá eftirfarandi staðreyndir ásamt fleiri upplýsingum um landið.

Í Noregi er þingbundin konungsstjórn. Haraldur V. Noregskonungur hefur engin raunveruleg pólitísk völd og þingið, Stórþingið, fer með æðsta valdið. Noregur á ekki aðild að ESB en er aðili að Evrópska efnahagssvæðinu, EES. Noregur á aðild að NATO.

  • Þjóðhátíðardagur: 17. maí (Noregur fékk stjórnarskrá 17. maí 1814)
  • Stjórnarfar: Þingbundið konungsríki
  • Þing: Stórþingið (169 fulltrúar)
  • Aðild að ESB: Nei
  • Aðild að EES: Frá 1. janúar 1994
  • Þjóðhöfðingi: Haraldur V. Noregskonungur
  • Forsætisráðherra (september 2021): Jonas Gahr Støre (Arbeiderpartiet)

Norðmenn halda þjóðhátíðardaginn sinn virkilega hátíðlegann. Eins og sjá má á myndunum hér að ofan og neðan er fólk mjög mikið uppá búið í því sem Norðmenn kalla “bunad”, sem eru þjóhátíðarbúningar.

Á meðal þeirra tónlistarmanna og hljómsveita sem koma frá Noregi má nefna Edvard Grieg, Kygo, A-ha, Røyksopp, Alan Walker, Sigrid, Alexandra Rotan, Dimmu Borgir, Turbonegro og Ole Bull, Sissel Kirkebø svo einhverjir séu nefndir.

Við í Gestaherberginu óskum norðmönnum hjartanlega til hamingju með daginn og munum leika norsk lög í bland við önnur lög.

Gestaherbergið er á dagskrá á þriðjudögum frá klukkan 17:00 til 19:00 á FM Trölla og trölli.is

FM Trölli næst á FM 103.7 í Eyjafirði, á Tröllaskaga, í Skagafirði, á Hvammstanga og nágrenni og auðvitað um allan heim hér á vefnum trolli.is.

Á vefsíðu FM Trölla er hægt að hlusta á upptökur af öllum þáttum sem eru á dagskrá stöðvarinnar um þessar mundir.

Hægt er að hlusta á þáttinn út um allan heim með því að smella á “hlusta” á síðunni eða hér: Hlusta

Minnum sjómenn á hafi úti og aðra með takmörkuð netsambönd á skip.trolli.is