Bæði kvenna- og karlalið Blakfélags Fjallabyggðar í 1. deildunum, Benectadeildunum, munu leika fyrstu leiki sína á tímabilinu á morgun. Um er að ræða heimaleiki og verður spilað í íþróttahúsinu á Siglufirði.

Kvennaliðið spilar kl. 14:00 og mætir liði Álftaness 2.

Karlaliðið spilar svo gegn Hamri frá Hveragerði kl.16:00.

Nýr þjálfari er kominn til félagsins, Gonzalo heitir hann og kemur frá Spáni og hófust æfingar vetrarins í byrjun september.

BF hvetur fólk til að fjölmenna á morgun og styðja við bakið á okkar fólki og minnir á að sjoppa er á staðnum.

Forsíðumynd: Kvennalið BF í 1. deild á síðasta tímabili.


Heimild og mynd: Frétta- og fræðslusíða UÍF