Trölli.is fékk fréttaábendingu þess efnis að Ramminn á Siglufirði hefði keypt fyrirtæki í Grímsey. Haft var samband við Ólaf Marteinsson framkvæmdastjóra Ramma hf til að fá nánari upplýsingar.

Rammi hf. á Siglufirði hefur keypt allt hlutafé sjávarútvegsfyrirtækisins Sigurbjarnar ehf. í Grímsey. Kaupverð er trúnaðarmál.

Aflaheimildir félagsins eru um 1.000 þorskígildistonn.

Kaupsamningar eru gerðir með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins.

 

Hægt er að senda inn fréttaábendingar hér á vefnum undir “HAFA SAMBAND”, allar fréttaábendingar eru vel þegnar.