Matvælastofnun varar við neyslu á eggjum frá Landnámshænum ehf. Fyrirtækið hefur með aðstoð Matvælastofnunar innkallað allar lotur í varúðarskyni af eggjum vegna díoxíns yfir leyfilegum mörkum.

Nánar um vöruna:

  • Vöruheiti: Landnámsegg, 7 stykki í pakkningu
  • Best fyrir dagsetning: allar lotur
  • Framleiðandi: Landnámsegg ehf, Austurvegur 8, 630 Hrísey
  • Dreifing: Melabúð, Hríseyjarbúð og Fjarðakaup

Viðskiptavinir sem keypt hafa ofangreinda vöru eru beðnir um að neyta hennar ekki og skila henni í versluninni þar sem hún var keypt gegn fullri endurgreiðslu. Nánari upplýsingar á facebook síðu fyrirtækisins og hægt að senda fyrirspurn á  tölvupóst á kelahus@simnet.is.

Ítarefni

Skoða á mast.is