Nú á dögunum barst Knattspyrnufélagi Fjallabyggðar gjöf frá Slysavarnadeild Hyrnu á Ólafsfirði.

Fulltrúar Hyrnu mættu í vallarhúsið og afhentu KF hjartastuðtæki af nýjustu gerð sem kemur til með að koma í stað þess gamla.

Það þarf vart að taka fram mikilvægi þess að lágmarka viðbragðstíma komi til hjartastopps og geta þessi tæki verið mikilvægur þáttur í björgun á mannslífum segir á facebooksíðu KF, sem jafnframt þakkar Slysavarnadeildinni kærlega fyrir þessa rausnarlegu gjöf.

Mynd/KF