Það mættu þakklát feðgin til lögreglunnar á Norðurlandi vestra og gáfu lögreglumönnum á vakt páskaegg fyrir veitta aðstoð í vondu veðri á dögunum.

Þrátt fyrir að stór hluti löggæslunnar snúist um að aðstoða borgarana þá er alltaf notalegt að finna fyrir þakklæti fyrir veitta aðstoð og góðir félagar skapa gott lið, við erum afskaplega stolt af okkar liði segir á facebooksíðu lögreglunnar á Norðurlandi vestra.