Þórarinn Hannesson er að gefa út Gamansögur frá Siglufirði númer 6 og verður útgáfuhóf kl. 16.00 á Ljóðasetrinu í dag laugardaginn 20. apríl.

Skrásetjari les nokkrar vel valdar sögur og reynir að vera skemmtilegur.

Að þessu sinni er heftið fagurgult í tilefni páskanna.

Þórarinn býður gestum upp á kaffi og kruðerí, auk þess að skoða glæsilega ljósmyndasýning sem er í gangi á Ljóðasetrinu.