Slobodan Milisic

Nú í vikunni var staðfest að Slobodan Milisic yrði áfram sem þjálfari KF næstu 2 árin. Miló hefur verið þjálfari liðsins síðustu 2 árin og stefnt verður að því að byggja ofan á árangur síðasta sumars.

Slobodan Milisic er fæddur árið 1966 og er hann frá Serbíu. Ólafsfirðingar þekkja Miló vel enda kom hann fyrst til Íslands til þess að spila með Leiftri árið 1994. Miló spilaði í 3 ár með Leiftri þangað til að hann færði sig svo til ÍA. Þaðan lá leiðin svo til KA og spilaði hann til ársins 2003. Eftir leikmanna feril sinn hefur Miló þjálfað hjá KA, BÍ/Bolungarvík og svo núna KF.

Miló tók við KF árið 2017 þegar KF var ný fallið úr 2.deild. Miló kom með miklar breytingar inn í liðið og komu margar nýjar áherslur. Liðið endaði í 5. sæti deildarinnar með 9 sigra og 9 töp. Núna í ár endaði hann með liðið í 3. sæti aðeins 1. stigi frá efstu tveimur liðunum.

Miló er með ungann hóp hérna í Fjallabyggð og er alltaf að koma meiri og meiri reynsla í hópinn. Næstu ár eru mjög spennandi og framtíðin er svo sannarlega björt í herbúðum KF.

 

Myndir: Guðný Ágústsdóttir
Frétt: Knattspyrnufélag Fjallabyggðar