Framkvæmdir verða í sumar við endurnýjun hitaveitu í Garðaveg 7-17 og 19, Ásbraut 2-6, Brekkugötu 9-16, Lækargata 10 og 13 og Mánagötu 4-8. Einnig verða lögð rör fyrir ljósleiðara. Framkvæmdir munu hefjast í viku 24 sem byrjar 8. júní og þeim lýkur í ágúst. Agnar Sigurðsson verktaki sér um framkvæmdina.

Rask og truflanir á afhendingu á heitu vatni er óhjákvæmilegt meðan á framkvæmdum stendur en reynt verður að halda því í lágmarki. Íbúar eru beðnir um að sýna framkvæmdinni þolinmæði.

Hægt er að hafa samband við Þorstein Sigurjónsson, s. 821-4479 og netfang: thorsteinn@hunathing.is vegna framkvæmdarinnar.

Hvammstanga, 5. júní 2020

Veitustjóri

Þorsteinn Sigurjónsson