Sveitarfélagið Skagafjörður opnaði nýverið gátt fyrir rafræna reikninga á heimasíðu sinni. Er þetta liður í að allir reikningar sem berast til sveitarfélagsins séu á rafrænu formi. Í gáttinni geta seljendur á vörum og þjónustu til sveitarfélagsins, sem ekki senda rafræna reikninga beint úr sölukerfi sínu, sent reikning á rafrænu formi til sveitarfélagsins.
Gáttina má finna í hægri dálki á forsíðu á vefsíðu sveitarfélagsins. Ekki er þörf á að senda pappírsreikning til sveitarfélagsins þegar búið er að senda reikninginn inn rafrænt í gegnum gáttina.
