Bryndís Guðmundsdóttir sem hefur starfað á Íslandi í rúm 30 ár sem talmeinafræðingur og hefur m.a. gefið út námsefni undir heitinuLærum og leikum með hljóðin, sem ætlað er öllum barnafjölskyldum og skólum. Námsefnið byggir á fagþekkingu talmeinafræðinnar, rannsóknum og reynslu hennar af því að vinna með börnum, foreldrum og fagfólki skóla. Efnið hefur hlotið ýmsar viðurkenningar.

Í tilefni af þessum tímamótum hefur Bryndís ákveðið að gefa námsefnið til allra leikskóla á Íslandi. Fyrir hennar hönd kom Gunnhildur Óskarsdóttir dósent hjá Menntavísindasviði HÍ og vinkona Bryndísar sem afhenti Gísla Bjarnasyni Sviðsstjóra fræðslusviðs þessa veglegu gjöf til leikskólanna í Dalvíkurbyggð.

Dalvíkurbyggð þakkar kærlega fyrir góðar gjafir.

Á myndinni eru: Gísli Bjarnason, Gunnhildur Óskarsdóttir og barnabarn Gunnhildar.

 

Af dalvikurbyggd.is