Kvæðamannafélagið Ríma hefur gefið út geisladisk með 39 lögum.
Allt eru það þjóðlög af margs konar tagi þar sem félagar kveða einir eða syngja saman. Þá eru á plötunni fornir tvísöngvar úr Þjóðlagasafni sr. Bjarna Þorsteinssonar.
Ríma var stofnuð árið 2011 af fólki í Fjallabyggð sem áhuga hafði á að iðka gamla sönghefð Íslendinga og var þar Guðrún Ingimundardóttir stjórnandi og kennari.
Hópurinn hefur komið fram við margs konar tækifæri á síðustu árum og vakti söngur hans jafnan mikinn áhuga erlendra gesta af skemmtiferðaskipum þegar upp á það var boðið – að heyra hinn “íslenska hljóm”.
Hljóðritun annaðist Gunnar Smári Helgason árið 2017. Geisladiskurinn er til sölu í Þjóðlagasetrinu og rennur söluverð hans óskipt til setursins.
Einnig má hafa samband við Örlyg í síma 863 1605 – eða með tölvupósti: orlygur.kristfinnsson@gmail.com
Hlusta má á lögin á SPOTIFY og YOUTUBE