Í dag var undirritaður málefna- og samstarfssamningur B-lista Framsóknar- og félagshyggjufólks og D-lista Sjálfstæðisfélags Dalvíkurbyggðar og óháðra um meirihlutasamstarf í sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar kjörtímabilið 2018-2022. Tekið er mið af stefnumálum beggja framboðanna í aðdragandasveitarstjórnarkosninganna 26.maí 2018.
Lögð er áhersla á ábyrga og nútímalega stjórnunarhætti sem miða að því að laða fram það besta í samfélaginu. Lagt er upp með að allir kjörnir fulltrúar vinni sem ein
heild og sjónarmið allra séu virt og skoðuð. Áhersla er á gott samstarf og samráð við starfsfólk sveitarfélagins.
Fjölgun íbúa er langtímamarkmið, að laða að nýtt fólk og halda í þann mannauð sem fyrir er. Umhverfismál og málefni Dalbæjar og eldri borgara verða áherslupunktar á kjörtímabilinu.
Forseti sveitarstjórnar verður Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson D-lista, formaður byggðarráðs verður Jón Ingi Sveinsson B-lista og Katrín Sigurjónsdóttir oddviti B-lista verður sveitarstjóri
Oddvitar listanna þau Katrín Sigurjónsdóttir og Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson undirrituðu samstarfssamninginn við Dalbæ, heimili aldraðra í dag kl. 17 í sól og blíðu að viðstöddum íbúum og starfsfólki Dalbæjar. Málefnasamningurinn verður birtur eftir fyrsta fund sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar sem er áætlaður þann 11. júní nk.
Frétt og myndir: aðsent