Líftækni- og frumkvöðlafyrirtækið Genis hf. á Siglufirði hefur undirritað styrktarsamning við THW Kiel, 1. deildar handboltalið samnefndrar borgar í þýskalandi. Að sögn Alfreðs Gíslasonar, yfirþjálfara Kiel, á samningurinn sér þann aðdraganda að nokkrir leikmenn liðsins stríddu við þráláta liðverki og stirðleika sem finna varð lausn á. Var ákveðið að þeir tækju inn náttúrulega fæðubótarefnið Benecta frá Genis í nokkra mánuði til að sjá hvort það ynni bug á vandanum.
„Árangurinn er mjög góður, leikmennirnir hafa náð sínum fyrri styrk og eru lausir við liðverkina. Það er í samræmi við þá reynslu sem fjölmargir Íslendingar hafa af Benecta og var ástæða þess að ég vildi að mínir leikmenn prófuðu það,“ segir Alfreð sem hefur áhuga á að kynna Benecta fyrir fleirum í þýsku íþróttalífi.Mikil viðurkenning fyrir Genis
„Benecta hefur fengið afar góðar móttökur meðal íþróttafólks og þeirra sem eru virkir í útivist, en alls eru um tíu þúsund manns sem neyta Benecta hér á landi þar sem okkar aðalmarkhópur hefur verið til þessa, enda Genis lítið fyrirtæki og enn að slíta barnsskónum. Þess vegna eru móttökurnar, sem Benecta hefur fengið meðal leikmanna Kiel, eins öflugasta íþróttafélags Þýskalands, mikil viðurkenning fyrir okkur. Við bindum þess vegna miklar vonir við samstarfið við Kiel og leikmenn Alfreðs Gíslasonar,“ sagði dr. Hilmar Janusson, forstjóri Genis hf. að lokinni undirskrift samningsins.
„Árangurinn er mjög góður, leikmennirnir hafa náð sínum fyrri styrk og eru lausir við liðverkina. Það er í samræmi við þá reynslu sem fjölmargir Íslendingar hafa af Benecta og var ástæða þess að ég vildi að mínir leikmenn prófuðu það,“ segir Alfreð sem hefur áhuga á að kynna Benecta fyrir fleirum í þýsku íþróttalífi.Mikil viðurkenning fyrir Genis
„Benecta hefur fengið afar góðar móttökur meðal íþróttafólks og þeirra sem eru virkir í útivist, en alls eru um tíu þúsund manns sem neyta Benecta hér á landi þar sem okkar aðalmarkhópur hefur verið til þessa, enda Genis lítið fyrirtæki og enn að slíta barnsskónum. Þess vegna eru móttökurnar, sem Benecta hefur fengið meðal leikmanna Kiel, eins öflugasta íþróttafélags Þýskalands, mikil viðurkenning fyrir okkur. Við bindum þess vegna miklar vonir við samstarfið við Kiel og leikmenn Alfreðs Gíslasonar,“ sagði dr. Hilmar Janusson, forstjóri Genis hf. að lokinni undirskrift samningsins.
Undirgekkst strangt lyfjapróf
Benecta hefur þegar undirgengist strangt lyfjapróf hjá Cologne List í Köln sem er leiðandi stofnun í eftirliti og rannsóknum á fæðubótaefnum með tilliti til heilnæmis og efnainnihalds. Prófanir á Benecta hafa staðfest stranga staðla um hámarksgæði og öryggi fæðubótarefnisins.
— á/í THW Kiel.