Palli og Helga verða með opið Gestaherbergið í dag á FM Trölla frá klukkan 17:00 til 19:00 og senda út beint úr stúdíói III í Noregi.

Þema þáttarins í dag er Holland og því verða Hollensk lög í hávegum höfð í þættinum í dag.

Ástæða Hollandsþemans er ferðalag sem þau munu leggja af stað í á morgun og er ferðinni einmitt heitið til Hollands, eða Niðurlanda eins og landið heitir víst. Nánar verður kannski sagt frá því í þættinum.

Dettur þér í hug hollenskt lag sem þú vilt heyra í þættinum þá er hægt að senda þeim skilaboð á Facebook og á Snapchat og panta lagið.

Hlustið á þáttinn Gestaherbergið á FM Trölla í dag klukkan 17 til 19.

FM Trölli er á FM 103.7 MHz á Tröllaskaga og á Hvammstanga og nágrenni.

Einnig má hlusta á netinu, hér á trolli.is, í Spilaranum t.d. í Apple TV og ýmsum nýrri sjónvarpstækjum, á vefsíðunni radio.garden og á tunein.com

Minnum einnig á skip.trolli.is sem er sérstakur lágbitastraumur fyrir minni netsambönd.