Í dag eru þau Helga og Palli í sólskinsskapi vegna þess að nú er dagurin orðinn lengri en nóttin á norðurhluta jarðkúlunnar.
Þau senda út þáttinn beint frá hljóðveri III í Noregi.

Þema þáttarins í dag er Sól.

Þau hafa tínt til allskonar sólarlög sem verða spiluð í dag. 

Og ykkur, kæru lesendur og hlustendur, er velkomið biðja um óskalög með því að senda okkur skilaboð á Facebook, SnapChat, SMS, MMS eða hverju  því sem ykkur líkar best að senda skilaboð í, og verða óskalögin ykkar þá spiluð, svo fremi að þættinum berist skilaboðin.
Einnig er hægt að hringja inn í þáttinn.
Símanúmerið er á Facebooksíðu Gestaherbergisins.

Í þættinum munum við einnig fá að heyra viðtal sem þau tóku við Jakob Friðriksson Líndal, 9 ára strák sem safnar sér pening fyrir leikjatölvu með því að gefa út og selja bók.
Missið ekki af því.

FM Trölli næst á FM 103.7 á Tröllaskaga, í Skagafirði, á Hvammstanga og nágrenni og auðvitað um allan heim hér á vefnum trolli.is

Á vefsíðu FM Trölla er hægt að hlusta á upptökur af öllum þáttum sem eru á dagskrá stöðvarinnar um þessar mundir.

Hægt er að hlusta á þáttinn út um allan heim með því að smella á hlusta á síðunni eða hér: Hlusta

Minnum sjómenn á hafi úti og aðra með takmörkuð netsambönd á skip.trolli.is