Þáttur dagsins í dag er hvorki fyrir viðkvæma, “snjókorn” eða þá sem móðgast auðveldlega því þema þáttarins í dag er ákveðið blótsyrði á engilsaxnesku.
Lengi vel hefur tíðkast að ritskoða texta laga og það eru ekki mörg ár síðan það varð “allt í lagi” að þetta ákveðna orð væri með í textanum.
Í dag er þetta bara ansi algengt eins og hægt verður að heyra í þættinum í dag.
En fyrir utan þetta þema er þátturinn með ansi hefðbundnu sniði; það verða spiluð óskalög, Tónlistarhorn Juha verður á sínum stað sem og Áhættulagið.
Missið ekki af Gestaherberginu klukkan 17:00 til 19:00 á FM Trölla og trölli.is
FM Trölli næst á FM 103.7 í Eyjafirði, á Tröllaskaga, í Skagafirði, á Hvammstanga og nágrenni og auðvitað um allan heim hér á vefnum trolli.is.
Á vefsíðu FM Trölla er hægt að hlusta á upptökur af öllum þáttum sem eru á dagskrá stöðvarinnar um þessar mundir.
Hægt er að hlusta á þáttinn út um allan heim með því að smella á hlusta á síðunni eða hér: Hlusta
Minnum sjómenn á hafi úti og aðra með takmörkuð netsambönd á skip.trolli.is
Mynd: pixabay.com