Þátturinn Gestaherbergið verður á dagskrá í dag frá 17 til 19 á FM Trölla.
Palli og Helga sjá um þáttinn eins og oftast áður og senda þáttinn út í beinni útsendingu úr stúdíói III í Noregi.
Þema þáttarins í dag eru lög frá árunum 1990 til 1999. Lög þessarar ára fá að hljóma í þættinum ásamt einhverjum nýjum.
Síminn verður opinn fyrir óskalög og kveðjur, kvart og kvein, lof og lygasögur og allt það sem fólki dettur í hug.
Viltu koma einhverju á framfæri? Hringdi þá í síma 5800 580 á milli klukkan 17 og 19.
Ekki missa af Gestaherberginu. Stilltu þig inn á FM Trölla klukkan 17:00 til 19:00 í dag.
FM Trölli er á FM 103.7 MHz á Tröllaskaga, í Skagafirði og á Hvammstanga og nágrenni.
Hægt er að hlusta á þáttinn út um allan heim með því að smella á hlusta á trolli.is, á vefsíðunni radio.garden og á tunein.com
Minnum einnig á skip.trolli.is sem er sérstakur lágbitastraumur fyrir minni netsambönd.
Á vefsíðu FM Trölla er hægt að hlusta á upptökur af öllum þáttum sem eru á dagskrá stöðvarinnar um þessar mundir.