Samþykkt hefur verið staðsetning á nýjum kirkjugarði í Ólafsfirði. Kirkjugarðurinn í miðbæ Ólafsfjarðar er fullnýttur og því nauðsynlegt að finna nýjum kirkjugarði stað. Íbúakosning fór fram á dögunum þar sem meirihluti atkvæða var með staðsetningu við Brimnes.

Þetta kemur fram í fundargerð sveitarstjórnar Fjallabyggðar. Um tuttugu prósent þeirra 589 íbúa sem voru á kjörskrá tóku þátt í íbúakönnuninni og féllu atkvæði á þann veg að um 62 prósent greiddu atkvæði með kirkjugarði við Brimnes og 38 prósent með tillögu um kirkjugarð við Garðsveg, tillögu sem sóknarnefnd Ólafsfjarðarprestakalls taldi vænlegasta kostinn.

Bæjarstjórn samþykkti með sjö atkvæðum að hafin yrði formleg skipulagsvinna við Brimnes í samræmi við niðurstöðu hinnar ráðgefandi íbúakosningar.

Áætlað að hægt verði að jarða í nýjum garði eftir þrjú til fjögur ár.