Helga og Palli opna Gestaherbergið í dag í beinni útsendingu í hljóðveri III í Noregi.

Þáttur dagsins verður með “Miley Cyrus” þema. Lög tengd henni eða þar sem þessi tvö orð koma fram í textanum verða spiluð.
Það skal tekið fram að þetta er síðasta þemað sem verður í Gestaherberginu, nema að hlustendur komi með góða uppástungu að þema. Þá verður það tekið gaumgæfilega til greina.

Tónlistarhorn Juha verður klukkan um það bil 18:00. Lagið er tilbúið og textinn nokkurn veginn líka.

Missið ekki af Gestaherberginu á FM Trölla og á trölli.is

FM Trölli er á FM 103.7 MHz á Tröllaskaga, í Skagafirði og á Hvammstanga og nágrenni.

Einnig má hlusta á netinu, hér á trolli.is, í Spilaranum t.d. í Apple TV og ýmsum nýrri sjónvarpstækjum, á vefsíðunni radio.garden og á tunein.com