Nú geta hlustendur og fjölmargir aðdáendur Gestaherbergisins kæst. Helga og Palli opnuðu Gestaherbergið í seinustu viku og verða með það opið í dag líka til klukkan 19:00 að íslenskum tíma.

Það hefur þó nokkuð gerst frá því þau tóku sér pásu frá þættinum en vegna óþæginda með útsendingu þar sem Helga bjó í Moss var ákveðið að senda þáttinn í pásu. Helga hafði þá í raun flutt frá Sandefjord hvar þau bjuggu, til Moss hvar þau búa nú.

Flutningar, vinnuskipti og mikið að gera í vinnum hjá báðum og fleira varð til þess að þau tóku sér pásu.
En nú er allt komið í réttar skorður að mestu og því hægt að byrja með þáttinn aftur.

Ný mynd hefur verið búin til fyrir þáttinn og hún er æðisleg. Andri Hrannar á heiðurinn af myndinni og fær hann hér með bestu þakkir fyrir verk sitt.

Í stuttu máli: Gestaherbergið á þriðjudögum klukkan 17:00 til 19:00 á FM Trölla.

FM Trölli er á FM 103.7 MHz á Tröllaskaga, í Skagafirði og á Hvammstanga og nágrenni.

Einnig má hlusta á netinu, hér á trolli.is, í Spilaranum t.d. í Apple TV og ýmsum nýrri sjónvarpstækjum, og á vefsíðunni radio.garden og á tunein.com

Minnum einnig á skip.trolli.is  sem er sérstakur lágbitastraumur fyrir minni netsambönd.