Miklar umræður og úlfúð hafa skapast í Fjallabyggð vegna úthlutun byggðakvóta.

Á 637. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar er eftirfarandi bókun. Sjá öll fylgiskjöl neðst á síðunni.

Lagt fram erindi Sverris Ólasonar dags. 27. janúar 2020 varðandi byggðakvóta. Þar er farið fram á að þak á úthlutun verði endurskoðað og lagfært.

Einnig lagt fram erindi frá Reyni Karlssyni dags. 28. janúar 2020 varðandi byggðakvóta þar sem hann skorar á bæjarráð að setja hámark á einstaka báta t.d. 25-30 tonn, þannig að fiskvinnsla og útgerð smábáta verði efld í stað þess að byggðakvótinn verði færður að langmestu leyti til eins af kvótahæsta fyrirtækis landsins.

Einnig lagt fram erindi frá Sverri Björnssyni ehf. vegna byggðakvóta. Þar sem farið er fram á að viðauki við breytingarnar sem bæjarstjórn samþykkti í síðustu viku til Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis verði samþykktur þar sem hámark verði sett á úthlutun byggðakvóta. Sjá fylgiskjal.

Á 634. fundi bæjarráðs þann 7. janúar sl. var eftirfarandi bókað :

Lagt fram erindi frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, dags. 30.12.2019 er varðar úthlutun byggðakvóta. Samkvæmt 4 gr. reglugerð nr. 675/2009, um úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga á fiskveiðiárinu 2019/2020 falla 128 þorskígildislestir til Ólafsfjarðar og 144 þorskígildislestir til Siglufjarðar.

Vilji sveitarstjórn leggja til við ráðuneytið að sett verði sérstök skilyrði varðandi úthlutun byggðakvóta sveitarfélagsins eða einstakra byggðarlaga skal hún skila inn rökstuddum tillögum sínum til ráðuneytisins eigi síðar en 27. janúar 2020.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir að smábátasjómenn og vinnsluaðilar í Ólafsfirði tilnefni sitthvorn aðilann og að smábátasjómenn og vinnsluaðilar á Siglufirði tilnefni sitthvorn aðilann til að koma með tillögur til bæjarráðs að sérstökum skilyrðum að úthlutun sem rúmast innan gildandi reglugerðar.

Sendur var tölvupóstur þann 9. janúar sl. til útgerðar- og vinnsluaðila þar sem óskað var eftir tillögum til bæjarráðs. Sjá fylgiskjal.
Þar sem engin svör bárust var sendur ítrekunartölvupóstur þann 16. janúar sl. þar sem ítrekað var efni fyrri tölvupósts og skilafrestur tilgreindur. Sjá fylgiskjal.

Reynir Karlsson sendir tölvupóst þann 16. janúar og tilnefnir Sverrir Ólason fyrir hönd sjómanna og Sirrý Káradóttir fyrir fiskverkenda á Siglufirði. Þessi tilnefning kom frá Reyni Karlssyni en engar tillögur bárust frá þessum aðilum.

Þann 16. janúar barst óformleg tillaga frá Ólafi Marteinssyni fyrir hönd Ramma hf. í framhaldi af fyrirspurn hans vegna tölvupósts til deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála.
Sjá fylgigagn.

Þann 20. janúar barst tillaga frá fiskverkendum í Ólafsfirði. Sjá fylgiskjal.

Bæjarráð ítrekar að sendur var út tölvupóstur og hann ítrekaður þar sem óskað var eftir rökstuddum tillögum vegna sérreglna frá útgerðar- og vinnsluaðilum á Siglufirði og í Ólafsfirði.

Einungis bárust tillögur að sérreglum frá Ramma hf og vinnsluaðilum í Ólafsfirði fyrir tilsettan tíma. Bæjarstjórn samþykkti tillögu að sérreglum á fundi sínum 22. janúar sl. en frestur til að senda inn tillögur frá sveitarfélögum rann út 27. janúar sl.

Bæjarráð bendir á að samkvæmt upplýsingum frá Atvinnuvega- og nýsköpunaráðuneyti er hægt að senda inn athugasemdir til ráðuneytisins í viku eftir að frétt um úthlutun byggðakvóta hefur verið birt á vef ráðuneytisins.

Bæjarráð hvetur þá sem eru ósáttir við tillögur sveitarfélagsins að sérstökum skilyrðum til úthlutunar á byggðakvóta að senda inn athugasemdir til ráðuneytisins.

Bæjarráð og bæjarstjórn hafa undanfarin ár leitast við í samráði við útgerðar- og vinnsluaðila að óska eftir sérreglum varðandi úthlutuðum byggðakvóta með það að markmiði að byggðakvóti veiddist. Þrátt fyrir mismunandi áherslur ár frá ári og sjónarmið sem sett hafa verið fram í umsóknum til ráðuneytisins hefur þetta markmið ekki náðst og byggðakjarnarnir brunnið inni með töluverð verðmæti. Það var því ákvörðun bæjarráðs og bæjarstjórnar að láta reglugerð um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2019/2020 standa óbreytta að öðru leyti en því að bátum úr sveitarfélaginu er gert kleift að landa byggðakvóta í vinnslu hvort sem er á Siglufirði eða í Ólafsfirði.

Sjá fylgiskjöl.

B_nr_676_2019 (1).pdf
sverrir ólason
Erindi til bæjarráðs vegna byggðakvótamála – Sverrir Björnsson ehf
Byggðakvóti – Reynir Karlsson
Tölvupóstur sendur 16.janúar
Tillaga – fiskverkenda í Ólafsfirði
Tillögur – Ólafur Marteinsson fh. Ramma hf.