Lagt fram erindi Björgunarsveitarinnar Stráka á 637. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar, dags. 10.01.2020 Þar sem þakkað er fyrir styrk sem sveitarfélagið veitti sveitinni fyrir störf hennar í óveðrinu í desember sl.

Þá vill sveitin kanna vilja Fjallabyggðar til samstarfs um uppbyggingu og rekstur á sameiginlegri stjórnstöð vettvangsstjórnar almannavarna Fjallabyggðar og björgunarsveitarinnar ef lög og reglur leyfa.

Þá tilnefnir Björgunarsveitin Strákar Ómar Geirsson og Hans Ragnar Ragnarsson í vettvangsstjórn almannavarna á Siglufirði.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að skoða þann möguleika að stjórnstöð almannavarna verði færð úr Ráðhúsi Fjallabyggðar í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi eystra og í framhaldi af því að meta kostnað sveitarfélagsins við slíka aðgerð.