Hrafn Jökulsson heimsótti Grunnskóla Fjallabyggðar í vikunni og tefldi fjöltefli við nemendur í 3.- 5. bekk.

Einnig sagði hann frá og sýndi myndir frá Grænlandi, en Hróksfélagar fara þangað á hverju ári, gefa gjafir og kenna skák. Nemendur sýndu mikinn áhuga og ánægja var með þessa góðu heimsókn

 

Frétt og mynd: Grunnskóli Fjallabyggðar