Þátturinn Gestaherbergið verður sent út í dag í beinni útsendingu úr stúdíói III klukkan 17 til 19.
Þættinum er stjórnað af þeim geðþekku og skemmtilegu hjónum Helgu og Palla.

Í dag verður íslenskt þema. Spiluð verða íslensk lög en þau geta þó verið með erlendum textum.

Þau munu kíkja á það sem er að gerast í heiminum, skoða fréttamiðla og sjálfsagt lesa upp gagnlegar, og kannski gagnlausar, staðreyndir.

Síminn verður opinn. Hægt verður að hringja í númerið 5800 580 og láta gamminn geisa um það sem hlustendum brennur á hjarta, svona til þess að nota einhverja frasa.

Missið ekki af Gestaherberginu á FM Trölla og á trolli.is

Hægt er að hlusta á þáttinn út um allan heim með því að smella á hlusta á trolli.is, á vefsíðunni radio.garden og á tunein.com

Minnum einnig á skip.trolli.is  sem er sérstakur lágbitastraumur fyrir minni netsambönd.

Á vefsíðu FM Trölla er hægt að hlusta á upptökur af öllum þáttum sem eru á dagskrá stöðvarinnar um þessar mundir.