Ferðamenn hafa lengi sótt Siglufjörð heim og hefur gistimöguleikum fjölgað á undanförnum árum. Víða er boðið upp á heimagistingar og má finna umsagnir um þær á t.d. Airbnb.is.

Trölli.is skoðaði á dögunum umsagnir og einkunnir á vefsíðunni Booking.com á nokkrum gististöðum á Siglufirði og á Ólafsfirði.

Ekki er lagt mat á annað en upplifun gesta sem pantað hafa í gegnum Booking og gefið umsagnir, um starfsfólk, þægindi, aðstöðu, ókeypis WIFI, mikið fyrir peninginn, hreinlæti og staðsetningu.

Heildarumsögn gesta fyrir Siglo Hotel by Keahotels er upp á 9.4 þann 9. maí 2025 og hefur sú einkunnargjöf haldist mjög stöðug á liðnum árum.

Gestaumsagnir Booking fyrir Hotel Siglunes – Siglufirði

1.288 umsagnir hafa verið skráðar og er einkunn eftir einstökum flokkum þessi:

Mikið fyrir peninginn: 8,7
Aðstaða: 9,6
Ókeypis WIFI: 9,1
Hreinlæti: 9,7
Þægindi: 9,8
Starfsfólk: 9,3
Staðsetning: 9,
7

Sjá fimm síðustu umsagnir sem skráðar hafa verið af gestum Hótel Siglunes