Utanríkisráðuneytið hefur sett upp gagnagrunn þar sem Íslendingar erlendis eru hvattir til að skrá sig.

Gagnagrunnurinn er liður í því sem nefnist:
Borgaraþjónusta – Aðstoð við Íslendinga erlendis.

Gagnagrunnurinn er ætlaður fyrir Íslendinga erlendis sem óska eftir að vera skráðir hjá utanríkisráðuneytinu og upplýstir um ferðaráð vegna COVID-19 veirunnar á meðan á dvöl þeirra stendur.

Upplýsingar í grunninum verða aðeins notaðar í öryggisskyni og til að utanríkisráðuneytið eða íslenskt sendiráð geti náð sambandi við viðkomandi ef þörf krefur.

Skráningarformið má sjá og fylla út með því að smella hér.

Forsíðumynd: stjornarradid.is