Þau Werner og Carina búa í Suður-Þýskalandi, nærri landamærum Þýskalands, Austurríkis og Sviss.
Werner, sem er umsjónar- og eftirlitsmaður hjá verksmiðjum, ferðast mikið um heiminn vegna vinnu sinnar, meðal annars til Suður- og Norður-Ameríku, Afríku og fjölda Evrópulanda. Carina er sjóntækjafræðingur.
Þau eru ungt og kraftmikið fólk, og hafa bæði komið til Íslands áður, en eftir öll ferðalögin segja þau að Ísland sé fallegasta landið og að þau kunni sérlega vel við sig á norðurslóðum.
Þegar þau ákváðu að giftast vildu þau gera eitthvað öðruvísi svo fallegasta landið, Ísland varð fyrir valinu. Eftir langan akstur í leit að rétta staðnum, fundu þau loks Siglufjörð og heilluðust af staðnum, segja að hann sé mjög fallegur bær.
Werner og Carina giftust í gær á Sigló Hóteli, Siglufirði í fjölbreytilegu norðlensku veðri: sól, rigningu og léttri snjókomu.
Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir, löglærður fulltrúi sýslumanns gaf þau saman.
Trölli.is sendir nýgiftu hjónunum bestu óskir um bjarta framtíð.
Myndir: Kristín Sigurjónsdóttir