Dalvíkurbyggð hefur þá skemmtilegu og viðeigandi hefð um hver jól og áramót, að færa þeim börnum sem fæðast á árinu svokallaða nýburagjöf.
Það var Kristján Þór Júlíusson, sem var bæjarstjóri frá 1986-1994, sem byrjaði á þessari hefð og hefur hún fest sig í sessi í sveitarfélaginu.
Það er fagnaðarefni að í ár eru það 27 gjafir sem verða afhentar þeim börnum sem fædd eru á þessu ári. Það er talsverð fjölgun barna á milli ára, árið 2022 fóru gjafir til 17 barna og 18 barna í fyrra.