Gjald­töku í Hval­fjarðargöng­um verður hætt í sept­em­ber og tek­ur ríkið við göng­un­um í haust. Þetta kem­ur fram í frétt á vefsíðu Spal­ar, en einka­hluta­fé­lag­inu Speli verður slitið eft­ir að göng­in verða af­hent rík­inu en ríkið ætl­ar ekki að ráða neinn til sín úr nú­ver­andi starfs­manna­hópi Spal­ar.

Sá mögu­leiki var rædd­ur fyrst á ár­inu 2009 að ríkið tæki við Speli og þar með göng­un­um og öðru sem til­heyr­ir rekstri þeirra og starf­semi fé­lags­ins. Í sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðuneyt­inu var hins veg­ar ákveðið í maí­mánuði 2018 að ríkið tæki við göng­un­um ein­um en ekki fé­lag­inu sem á þau og rek­ur.

Alls eru í gildi um 20.000 áskrift­ar­samn­ing­ar Spal­ar og viðskipta­vina fé­lags­ins um af­slátt­ar­ferðir og í um­ferð eru um 53.000 veglykl­ar. Þá verður vænt­an­lega í fór­um fólks um­tals­verður fjöldi af­slátt­ar­miða sem eig­end­ur geta fram­vísað og fengið end­ur­greidda eft­ir að inn­heimtu veggjalds lýk­ur.

Á vef Spal­ar kem­ur fram að veglykl­ar verði innkallaðir gegn greiðslu skila­gjalds, viðskipta­vin­ir fá greidd­ar inn­eign­ir sín­ar á áskrift­ar­reikn­ing­um og greitt verður fyr­ir ónotaða af­slátt­ar­miða.

Gert er ráð fyr­ir að upp­gjörið standi yfir til loka árs­ins og að frá­gangi bók­halds og ann­ars sem til­heyr­ir starfs­lok­um og slit­um Spal­ar ljúki ekki fyrr en á fyrsta fjórðungi nýs árs.

mbl.is/​Ern­ir Eyj­ólfs­son

 

Frétt: mbl.is