Á 555. fundi bæjarráðs, 8. maí 2018, var samþykkt að fela deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála að gera verðkönnun vegna skólamáltíða.
Annars vegar væri um að ræða verðkönnun vegna skólamáltíða fyrir nemendur og starfsfólk starfstöðvarinnar að Norðurgötu 10 Siglufirði og hins vegar verðkönnun vegna skólamáltíða fyrir nemendur og starfsfólk starfstöðvarinnar að Tjarnarstíg 3 Ólafsfirði.

Þrír aðilar sendu inn tilboð.

Rauðka ehf bauð kr. 930 í máltíð fyrir nemendur og kr. 1.150 fyrir starfsfólk.
Höllin bauð kr. 870 í máltíð fyrir nemendur og kr. 1.150 fyrir starfsfólk.
Bolli og Beddi ehf bauð kr. 890 í máltíðir fyrir nemendur og starfsfólk.

Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga um skólamáltíðir við lægstbjóðanda Höllina ehf í samræmi við innkaupareglur bæjarfélagsins.

Frétt af vef: Fjallabyggðar