Í gær færði Þórarinn Hannesson, sem er einn meðlima sönghópsins Góma, forstöðumanni Bókasafns Fjallabyggðar bók sem hann hefur tekið saman um sögu sönghópsins Góma, sem var stofnaður fyrir 10 árum.
Hópurinn hefur komið fram tæplega 90 sinnum víða um land og gjarnan með söngfuglum af eldri kynslóðinni t.d. Ragga Bjarna, Helenu Eyjólfs, Ómari Ragnarssyni, Þorvaldi Halldórssyni, Þorgeiri Ástvaldssyni, Gylfa Ægis o.fl.
Bókin er aðeins til í 7 eintökum og verður þetta eintak varðveitt í Héraðsskjalasafni Fjallabyggðar en áhugasamir geta skoðað það í “Siglufjarðarhillunum” á bókasafninu á Siglufirði.
Á myndinni eru Þórarinn Hannesson og Hrönn Hafþórsdóttir, forstöðumaður bókasafnsins, við “Siglufjarðarhillurnar” þegar afhendingin fór fram.
Textinn í bókinni er ekki mjög umfangsmikill en bókina prýðir fjöldi mynda og eru ljósmyndurum færðar kærar þakkir fyrir notkunina á þeim. Þeir eru m.a. Steingrímur Kristinsson, Sveinn Þorsteinsson, Gunnlaugur Stefán Guðleifsson, Guðmundur J. Skarphéðinsson o.fl.