Síðustu vikurnar hafa nemendur í Grunnskóla Fjallabyggðar tekið þátt í átakinu Göngum í skólann og hafa allir bekkir staðið sig mjög vel.

Í síðustu viku vor veitt verðlaun fyrir þátttökuna þeim bekkjum sem stóðu sig best.

Við Tjarnarstíg í Ólafsfirði var það 8. bekkur sem hlaut Silfurskóinn en þau gengu eða hjóluðu í 89% tilvika. Gullskóinn sjálfan hlaut síðan 7. bekkur sem gekk og hjólaði í 92% tilvika.

Við Norðurgötu á Siglufirði var það 4. bekkur sem hlaut Gullskóinn en þau gengu eða hjóluðu í 94% tilvika.

Sjá fleiri myndir: Grunnskóli Fjallabyggðar