Ólafsfirðingar verða með jólakvöld í miðbæ Ólafsfjarðar föstudaginn 3. desember frá kl. 19:00 – 22:00.

Dagskráin er glæsileg, Kaffi Klara verður með lifandi tónlist, í gamla Sparisjóðshúsinu verður Skíðafélag Ólafsfjarðar með sýningu og kaffi í tilefni 20 ára afmælis félagins og jólasveinasýning í Pálshúsi.

Utanhúss verður Húlladúllan með sýningu og einnig verður sýndur jóladans. Gallerý Ugla, Smíðakompa Stínu og litlu jólahúsin verða að sjálfsögðu á sínum stað.

Enn er hægt að panta jólahús og einnig verður hægt að vera með sölubás í Tjarnarborg.

Fjöldatakmarkanir verða í gildi, 50 manns, og verður talið inn þar sem þess gerist þörf. Vegna fjöldatakmarkana verður ekki boðið uppá lifandi jólatónlist í Tjarnarborg.

Jólakvöld í jólabænum Ólafsfirði