Tröllahjónin

Þátturinn Tíu Dropar verður á dagskrá í dag kl 13 – 15

Það eru „Tröllahjónin“ Kristín Sigurjónsdóttir og Gunnar Smári sem stjórna þættinum.

Í þættinum verður gefin vegleg gjöf sem heppinn hlustandi getur fengið með því að hringja inn í þáttinn á réttum tíma.

Gjöfin að þessu sinni er ekki af verri endanum, vetrarkort á skíðasvæðið í Skarðsdal. Kortið gildir fyrir tvo fullorðna og tvö börn eldri en 11 ára.

 

Skíðasvæðið Skarðsdal, Siglufirði opnar á allra næstu dögum, fáum frekari upplýsingar hjá Agli Rögnvaldssyni í þættinum í dag.  

Skíðasvæðið samanstendur af 4 lyftum og 10 brekkum, ævintýraleið, hólabrautir, bobbbraut og pallar.

Skíðasvæðið verur opið frá kl. 13.00 – 19.00 alla virka daga og frá kl. 10.00 – 16.00 laugardag og sunnudag.

.

VETRARKORT ER MÁLIÐ!

Vetrarkort verða til sölu til 3. desember í forsölu, 20% afsláttur.

Fullorðinskort kr. 20.000.- Framhalds/háskólanemakort kr. 12.000.-

Barnakort kr. 8.000.- (11-17 ára), börn yngri en 10 ára eru á frígjaldi (4 bekkur og niður)

Fullorðinskort 4 stk. kr. 69.000.- Fullorðinskort 5 stk. kr. 79.000.-

 

Öllum kortum fylgir Norðurlandskortið sem gildir til 1. apríl 2019.

Skíðasvæðin eru Tindastóll Sauðárkróki, Tindaöxl Ólafsfirði, Böggvisstaðafjall Dalvík og Hlíðarfjall Akureyri, þeir sem kaupa vetrarkort eiga inni 2 daga á þessum svæðum.

 

Til sölu í Aðalbakaríi og einnig er hægt að leggja inn á reikning 348-26-1254 kt 640908-0680 og senda kvittun á skard@simnet.is

Og að sjálfsögðu er hægt að koma í heimsókn í fjallið og kaupa, þar sem heitt er á könnunni.

Sjá nánari upplýsingar á: Skardsdalur.is

 

Fylgist með þættinum Tíu Dropar á FM Trölla í dag kl. 13. FM Trölli næst á FM 103.7 á Tröllaskaga, 102.5 á Hvammstanga og nágrenni og auðvitað um allan heim á vefnum trolli.is

Hægt er að hlusta á þáttinn með því að smella á hlusta efst á síðunni eða hér: Hlusta