Á heimasíðu MTR segir að haustsýning Menntaskólans á Tröllaskaga hafi verið venju fremur lífleg og skemmtileg að þessu sinni.

Auk verka úr myndlistar- og ljósmyndaáföngum voru verk úr íslensku, sögu, ensku og heimspeki áberandi.

Sigurður Mar sýndi gestum virkni þrívíddarprentara og laserskerir a í myndlistarstofunni og á stóru tjaldi í salnum rann vídeóverkið Eyjahaf eftir Kötlu Gunnarsdóttir. Hún gerði verkið á eynni Lesbos þar sem hún var við hjálparstörf á haustönninni.

Gestir kunnu vel að meta sýninguna

Þá sýndi Anne-Flore Marxer kvikmynd sína „a land shaped by women“ sem að hluta var tekin í Fjallabyggð. Rætt er við ungar stúlkur úr byggðarlaginu í myndinni. Gestum á sýningunni þótti myndin mjög áhugaverð og einnig að geta rætt við höfundinn um efni og gerð myndarinnar.

Þrjú stór lokaverkefni voru á sýningunni. Hólmfríður Vídalín Arngrímsdóttir sýndi stór abstraktverk, Sigrún Kristjánsdóttir sýndi listrænar ljósmyndir og Telma Ýr Róbertsdóttir litrík málverk.

Sigrún Kristjánsdóttir við lokaverkefni sitt í listljósmyndun

 

Almennt má segja að óhlutbundin verk hafi verið áberandi úr myndlistaráföngum og inngangi að listum. Nemendur úr goðafræðiáfanga í íslensku sýndu fjölmörg verk þar sem æsir komu við sögu, Ratatorskur og Fenrisúlfur sem orðinn var að laxi að éta sólina.

Nemendur í frumkvöðlafræði sýndu meðal annars matreiðslubók, ljósmyndabók og ýmislegt skraut. Nemandi í ensku sýndi leik sem hægt er að keppa í og geta nokkrir ást við.

Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir og Jón Garðar Steingrímsson að skoða verk í frumkvöðlaherberginu

 

Spurningakeppni í enskuáfanga

 

Þar sigraði Andri Hrannar Einarsson með yfirburðum

 

Spekingar spjalla

 

Flott uppsetning á vel gerðum ljósmyndum

 

Kvikmyndasýning í Skuggaskjóli

 

.

 

Litrík málverk

 

Myndir: Kristín Sigurjónsdóttir