Laugardaginn 6. september verður haldið kótilettukvöld á Kaffi Rauðku til styrktar varðveislu á sögu Knattspyrnufélags Siglufjarðar.

Í tengslum við kvöldið verður ný heimasíða félagsins, kaess.is, formlega opnuð. Verkefninu er þó hvergi nærri lokið þar sem heimasíðan mun taka stöðugt við nýju efni. KS-ingar nær og fjær eru því hvattir til að senda inn sögulegt efni í gegnum síðuna.

Á Rauðku verður boðið upp á kótilettur með meðlæti, gamlar KS sögur, frábæra skemmtun og dansleik með hljómsveitinni Ástarpungunum frá kl. 22:30 til 01:30. Húsið opnar kl. 19:00.

Miðaverð er kr. 10.000 fyrir kvöldið á Rauðku og kr. 3.500 fyrir miða eingöngu á ballið. Takmörkuð sæti eru í boði og er miðapantanir hægt að senda á brynjar@siglosport.is eða í síma 869-8483.

Auk þess er í boði kótilettumáltíð með heimsendingu fyrir eldri borgara. Verð er kr. 5.000 og verður maturinn borinn út kl. 17:00. Pöntun í síma 869-8483.