Á fundi Bæjarráðs Fjallabyggðar var lagt fram erindi frá  LOGOS lögmannsþjónustu fyrir hönd óstofnaðs einkahlutafélags þar sem umbjóðendur LOGOS lýsa yfir áhuga á að festa kaup á fasteign ásamt tilheyrandi lóðarréttindum sem eru í eigu og umráðum Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar samkvæmt gjafaafsali dags. 24. mars. 1970.

Bæjarráð þakkar innsent erindi en bendir LOGOS lögfræðiþjónustu á að beina erindi sínu til Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar. En Fjallabyggð fer ekki lengur með málefni Hóls samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar Fjallabyggðar dags. 16.11. 2017, þar sem afmáð hefur verið kvöð í gjafaafsali þess efnis að eignin gangi aftur til Fjallabyggðar hætti UÍF nýtingu eignarinnar í því skyni sem hún var gefin til. UÍF, þinglýstur eigandi Hóls, nýtur því óskertra og fullnægjandi eignarheimilda skv. gjafaafsali.

Þetta mun vera í annað sinn sem LOGOS sýnir áhuga, fyrir hönd umbjóðenda sinna á að festa kaup á Hóli, en án árangurs þar sem UÍF hefur ekki í hyggju að selja að sinni, að sögn eins forsvarsmanns félagsins.


Mynd: Kristín Sigurjónsdóttir