Þátturinn verður í umsjón Helgu Hin og Palla litla í þráðbeinni útsendingu úr hljóðveri III í Sandefjord í Noregi.

Í þættinum í dag verða spiluð lög sem tengjast grænmeti; grænmetisþema.

Einnig verður spilað lag úr tónlistarhorni Juha, áhættulagið verður spilað og það er komið að Helgu að velja það lag.

Spjallað verður um allt og ekkert, kannski heima og geyma líka, kannski rafgeyma en það verður þó að koma í ljós, því eins og oft áður veit enginn hvernig þessi þáttur fer og hvernig eða hvar hann endar.
Þó er stefnt að því að hafa þagnir í meðallagi fáar í þættinum.

FM Trölli er á FM 103.7 MHz á Tröllaskaga, í Skagafirði og á Hvammstanga og nágrenni.

Einnig má hlusta á netinu, hér á trolli.is, í Spilaranum t.d. í Apple TV og ýmsum nýrri sjónvarpstækjum, á vefsíðunni radio.garden og á tunein.com

Minnum einnig á skip.trolli.is sem er sérstakur lágbitastraumur fyrir minni netsambönd.