Fimmtudaginn 24. nóvember munu staðfestingar á netgreiðslum fyrir debetkort breytast þegar hætt verður með skráningu staðfestingarkóða úr SMS skilaboðum.

Þess í stað munt þú fá tilkynningu frá Arion appinu sem leiðir þig á staðfestingarskjá. Þar getur þú staðfest greiðslu, eftir að hafa gengið úr skugga um að upplýsingar passi við fyrirhuguð kaup. Einnig getur þú farið inn í appið eða netbankann og staðfestingarskjárinn birtist þar.

Eftir að staðfestingu er lokið í appi eða netbanka er mikilvægt að fara aftur í vefverslun til að ganga úr skugga um að greiðslan berist söluaðila.

Staðfestingarskjárinn er virkur í 5 mínútur. Ef þú nærð ekki að staðfesta greiðslu á þeim tíma og greiðslan hefur ekki farið í gegn, þarftu að framkvæma greiðslufyrirmæli aftur í netverslun til að framkalla nýjan staðfestingarskjá.