Macronmóti Skauta lauk á Akureyri í gær. Fjögur lið úr Blakfélagi Fjallabyggðar tóku þátt á mótinu og var árangur þeirra allra frábær. Tvö liðanna sigruðu sínar deildir og hin tvö enduðu í öðru sæti.
BF A sigraði 1. deild karla en liðið vann 9 hrinur og tapaði einungis einni.
BF 1 endaði í öðru sæti í 1. deild kvenna með 7 unnar hrinur og 3 tapaðar.
BF 2 sigraði 2. deild eftir að hafa unnið 8 hrinur af 10.
BF 3 lenti í öðru sæti í 5. deild kvenna með 5 unnar hrinur og 5 tapaðar.
Glæsilegur árangur hjá hinu unga blakfélagi í Fjallabyggð
Með fréttinni eru myndir af öllum fjórum liðunum.

.

.

.
Heimild og myndir: Blakfélag Fjallabyggðar