Í gær bauð Síldarminjasafn Íslands öllum nemendum og kennurum Grunnskóla Fjallabyggðar á hádegistónleika í Bátahúsinu .

Edda, Danni og Hörður fluttu ýmis jólalög og áhorfendurnir 250 tóku vel undir.

Síldarminjasafnið þakkar gestum kærlega fyrir samveruna og Erlu skólastjóra fyrir að púsla saman dagskrá allra tíu árganga Grunnskólans.

Heimild og myndir/Síldarminjasafn Íslands