Á Frétta- og fræðslusíða UÍF segir að á fyrsta helgarmótinu í Íslandsmótum neðri deilda í blaki eru í gangi þessa helgi. Í Fjallabyggð leika liðin 3. og 5. deild kvenna og var spilað í allan dag í báðum bæjarkjörnum en á morgun verður aðeins leikið í íþróttahúsinu á Siglufirði.
Blakfélag Fjallabyggðar (BF) er með lið í báðum þessum deildum og stóðu liðin sig alveg frábærlega í gær, unnu alla sína leiki.
3. deildar liðið kallast BF Súlur og er að mestu skipað reyndum leikmönnum. Þær gerðu sér lítið fyrir og unnu alla þrjá leiki dagsins 2 – 0 og eru því efstar í deildinni eftir daginn með 9 stig.
5. deildar liðið ber nafnið BF Benecta og er það að mestu skipað ungum og efnilegum stúlkum á aldrinum 13 – 18 ára. Þær stóðu sig einnig frábærlega unnu tvo leiki 2 – 0 og einn 2 – 1. Eru þær í 2. sæti deildarinnar með 8 stig eftir daginn.
Sem fyrr segir verður leikið áfram á Siglufirði í dag. 5. deildar liðið spilar kl. 9:40 og 13:10 og 3. deildar liðið kl. 14:20. Það er um að gera að fjölmenna í íþróttahúsið og styðja stelpurnar í baráttunni.
Skjáskot: Blakfélag Fjallabyggðar