Fyrsta bikarmót Skíðasambands Íslands í skíðagöngu hjá 13 ára og eldri fór fram á Akureyri um síðustu helgi.

Skíðafélag Ólafsfjarðar sendi harðsnúna sveit ungmenna til leiks og stóðu þau sannarlega fyrir sínu. Hér eru helstu úrslit.

Sprettganga með hefðbundinni aðferð:
Árni Helgason sigraði í flokki drengja 13-14 ára, Haukur Rúnarsson varð 4. og Elís Beck Kristófersson 5.
Silja Rún Þorvaldsdóttir varð 2. í flokki stúlkna 13-14 ára, Ásdís Ýr Kristinsdóttir 5. og Sigurlaug Sturludóttir 7.
Svava Rós Kristófersdóttir varð 3. í flokki stúlkna 15-16 ára, Guðrún Ósk Auðunsdóttir 4. og Karen Helga Rúnarsdóttir 5.

Frjáls aðferð:
Drengir 13-14 ára gengu 3,5 km og þar sigraði Árni Helgason, Haukur Rúnarsson varð 3. og Elís Beck Kristófersson 5.
Stúlkur 13-14 ára gengu einnig 3,5 km og þar varð Silja Rún Þorvaldsdóttir 2., Ásdís Ýr Kristinsdóttir 6. og Sigurlaug Sturludóttir 7.
Stúlkur 15-16 ára gengu 5,0 km og þar varð Svava Rós Kristófersdóttir 2., Guðrún Ósk Auðunsdóttir 4. og Karen Helga Rúnarsdóttir 5.

Að lokum var keppt með hefðbundinni aðferð og ræst með hópstarti.
Árni Helgason hélt uppteknum hætti og sigraði Í flokki 13-14 ára drengja og Haukur Rúnarsson varð fjórði.Í flokki stúlkna 13-14 ára varð Silja Rún Þorvaldsdóttir þriðja og Sigurlaug Sturludóttir sjöunda. Í flokki stúlkna 15-16 ára varð Svava Rós Kristófersdóttir önnur og Guðrún Ósk Auðunsdóttir þriðja.

Mynd/Skíðafélag Ólafsfjarðar
Heimild/Frétta- og fræðslusíða UÍF