Glæsilegur vatnspóstur var vígður á Hofsósi sl. föstudag. Vatnspósturinn er gjöf frá Svanhildi Guðjónsdóttur og fjölskyldu og er til minningar um eiginmann Svanhildar, Friðbjörn Þórhallsson.

Minnisvarðinn er mikil prýði og stendur við sundlaugina á Hofsósi, rétt fyrir ofan Staðarbjargavík þar sem spor Friðbjörns gjarnan lágu eins og segir á vatnspóstinum.  

Aðkoma að minnisvarðanum er til fyrirmyndar, en Sveitarfélagið Skagafjörður sá til þess að aðkoma að póstinum sé aðgengileg fyrir alla.



Myndir/Sveitafélagið Skagafjörður