17. júní var hinn hátíðlegasti á Hvammstanga og skemmtu bæði fullorðnir og börn sér hið besta í fallegu sumarveðri.

Hátíðarhöldin hófust kl. 13:00 með þjóðhátíðarmessu frá Hvammstangakirkju, kl 14:00 hófst skrúðgangan 10. bekkur grunnskólans var með sölu á grilluðum pylsum, nammi og kandifloss. Andlitsmálning, hoppukastali, hestaferð og léttar þrautir voru í boði fyrir börnin.

Fjallkonan að þessu sinni var hin stórglæsilega Ástrós Kristjánsdóttir og Eydís Bára Jóhannsdóttir flutti hátíðarræðu dagsins.

Hér að neðan má sjá skemmtilegar myndir sem Guðmundur Jónson tók af hátíðarhöldunum.


Hægt er að smella á myndirnar til að sjá þær stærri.