Eitt af þeim atriðum sem sló í gegn hjá ungviðinu á Síldarævintýrinu á Siglufirði var froðufjör í boði Slökkviliðs Fjallabyggðar.

Froðufjörið fór fram á Rauðkutúni og eins og sést á myndum var gleðin allsráðandi.

Stemningin í gær var engu lík og líklega hafa aldrei fleiri börn tekið þátt í fjörinu. Sólin lék við mannskapinn og gleðin var yfir og allt um kring segir á facebooksíðu Síldarævintýrisins.

Myndir/Slökkvilið Fjallabyggðar og Síldarævintýrið